Tryggingar og ráðgjöf hefur fengið tilkynningu frá samstarfsaðila sínum NOVIS Insurance Company Inc. að ákveðið hafi verið að hætta nýsölu á vátryggingarafurð NOVIS "Wealth Insuring" á Íslandi. Ákvörðun NOVIS tekur gildi laugardaginn 7. september og verður ekki tekið á móti nýjum umsóknum fyrir "Wealth Insuring", sem undirritaðar eru eftir það tímamark. Jafnframt hefur NOVIS tilkynnt Tryggingum og ráðgjöf að í boði verður ný vátryggingarafurð sem kynnt verði síðar í september. Nánari upplýsingar veita starfsmenn félagsins.

Eftir aukin umsvif vegna Novis trygginganna hér á landi flytja Tryggingar og ráðgjöf í nýtt og stærra húsnæði.

Trausti Ágústsson, stjórnarformaður Tryggingar og ráðgjafar, og Hákon Hákonarson framkvæmdastjóri fyrirtækisins í nýju höfuðstöðvunum.

Tryggingar og ráðgjöf fluttu á dögununum í nýjar höfuðstöðvar að Sóltúni 26 í Reykjavík.Þar er fyrirtækið með 2. og 3. hæð hússins eða samtals eitt þúsund fermetra skrifstofuhúsnæði. Alls tæplega 30 starfsmenn starfa hjá vátryggingamiðluninni sem er með um 70 þúsund viðskiptavini hér á landi.

Hákon Hákonarson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ástæðuna fyrir stækkuninni ekki síst aukin umvif eftir að hafa tekið yfir tryggingar Novis. „Við erum alsæl með þetta nýja húsnæði sem er númtímalegt og fallega hannað. Tryggingar og ráðgjöf hafði verið á sama stað í Skeifunni í tæp 20 ár allt frá stofnun og það var alveg kominn tími á að flytja starfsemina enda hefur hún aukist mjög og starfsfólki fjölgað undanfarna mánuði,“ segir Hákon. „Umsvif fyrirtækisins hafa aukist ekki síst í kjölfar þess að við tókum að okkur tryggingamiðlun fyrir evrópska tryggingafélagið Novis sem er framsækið félag með starfsemi í ellefu Evrópulöndum. Novis hefur komið inn á markaðinn með miklum látum og býður upp á mjög spennandi tryggingar. Um fjögur þúsund íslenskir viðskiptavinir hafa tryggt sig hjá Novis í gegnum okkur á tæpu einu ári."

Um Tryggingar og ráðgjöf

Tryggingar og ráðgjöf þjónustar auk þess evrópsku tryggingafélögin Sunlife, Friends Provident, VPV og fleiri auk þess að reka Tryggingavaktina sem er verðsamanburðartæki í tryggingum. Tryggingar og ráðgjöf er með alls um 70 þúsund viðskiptavini hér á landi.

Tengill: http://www.vb.is/frettir/novis-eykur-umsvifin/154022/?fbclid=IwAR0fDH_ujM6zLWoak8YdzGfjgOjs5ljhU7Gjo8aOPxAF_94xbdOlsRS5Kiw

 

Tryggingar og ráðgjöf ehf. hefur flutt starfsemina í Sóltún 26, 2. hæð.


trygging og ráðgjöf

 

Tryggingar og ráðgjöf hefur samið við VPV, elsta líftryggingafélag Þýskalands. VPV var stofnað árið 1827 og er með höfuðstöðvar í Stuttgart. Þetta kemur fram í tilkynningu.

 

Hafir þú fyrirspurnir varðandi tryggingar þínar, kortanúmer, uppsögn eða til að sækja bætur vinsamlegast sendu póst á tryggir(hjá)tryggir.is
eða hafðu samband í síma 590-1600. Við munum svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.

Opnunartími

Mánudaga - Föstudaga

09:00  - 12:00

13:00  - 17:00

Símatími

Mánudaga - Föstudaga

10:00  - 12:00

13:00  - 16:00

Upplýsingar

Sóltún 26
105 Reykjavík
Sími: 5901600
tryggir@tryggir.is

Kort