15 ára reynsla á vátryggingarmarkaði

15 ára reynsla á vátryggingarmarkaði

Tryggingar og ráðgjöf er stærsta vátryggingamiðlun á Íslandi

Tryggingar og ráðgjöf er stærsta vátryggingamiðlun á Íslandi

Tryggingar og ráðgjöf er stærsta vátryggingamiðlun á Íslandi en viðskiptavinir okkar telja yfir 50.000. Fyrirtækið er einnig það fyrsta og eina á Íslandi til að bjóða upp á Tryggingavaktina en vaktin sérhæfir sig í að veita viðskiptavinum aðstoð þegar kemur að tryggingum.

Við erum stoltir af því að hafa í hart nær 15 ár aðstoðað viðskiptavini okkar við að finna lausnir sem styrkja fjárhagslega stöðu þeirra til framtíðar. Bæði á erfiðum tímum sem og góðum þá erum við alltaf til staðar fyrir þig, í gleði og sorg hjálpum við þér að lifa lífinu við öryggi.

Tryggingar og ráðgjöf er löggilt vátryggingamiðlun og starfar undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Vátryggingamiðlunin á ekki í neinu eignasambandi við tryggingafélög og er því algerlega óháð. Megin markmið okkar er að gæta hagsmuna viðskiptavina og að þeir upplifi öryggi þegar kemur að tryggingum sem þeir hafa. Þar af leiðandi höfum við sett af stað nýtt þjónustukerfi sem ber nafnið TRYGGINGAVAKTIN.

Hlutverk vátryggingamiðlara er að meta vátryggingaþörf viðskiptavinarins, ráðleggja og leita hagstæðustu tilboða í þá vernd sem viðskiptavinurinn velur. Ef viðskiptavinurinn verður fyrir tjóni þá gætum við hagsmuna hans eftir fremsta megni gagnvart vátryggingafélaginu.

 

Með reglubundnu millibili setjum við okkur í samband við viðskiptavini okkar til að endurmeta vátryggingavernd þeirra, fara yfir þá samninga sem þegar eru í gildi og athuga hvort þörf eða vilji sé fyrir hendi til þess að breyta eða bæta þar um.

 

Hringdu núna 590-1600

Hafir þú fyrirspurnir varðandi tryggingar þínar, kortanúmer, uppsögn eða til að sækja bætur vinsamlegast sendu póst á tryggir(hjá)tryggir.is eða hafðu samband í síma 590-1600. Við munum svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.

Opnunartími

Mánudaga - Föstudaga

09:00  - 12:00

13:00  - 17:00

Upplýsingar

Skeifunni 19
108 Reykjavík
Sími: 5901600
tryggir@tryggir.is

Kort