Tryggingar og ráðgjöf hefur verið í samstarfi við innlend og erlend vátryggingafélög í gegnum tíðina. Sem dæmi um erlend félög má nefna Friends Provident, Sun Life og Lloyds.

Í febrúar 2018 hófum við samstarf við evrópska tryggingafyrirtækið Novis, en Novis er með starfsstöðvar í 11 löndum í Evrópu. Stefna Novis gengur út frá nýrri nálgun á persónutryggingar þar sem hægt er að taka líf-, sjúkdóma-, slysa-, barna og sparnaðarlíftryggingar í einni umsókn, fyrir alla fjölskylduna. Novis býður upp á meiri og víðtækari vernd en þekkist á íslenska vátryggingamarkaðnum. Í janúar 2019 gerðum við samstarfssamning við VPV, elsta líftryggingafyrirtæki Þýskalands, stofnað 1827. VPV býður upp á sveigjanlega lífeyristryggingu í evrum, sem hægt er að nota sem varasjóð til útgjalda eða hægt að taka út samhliða eftirlaunum.  Jafnframt gerðum við samstarfssamning við Allianz Global Life, en Allianz þarf vart að kynna, eitt stærsta tryggingafélag í heimi. Fyrst um sinn munum við bjóða upp á lífeyristryggingu í evrum, sem hægt er að nota sem varasjóð til útgjalda eða hægt að taka út samhliða eftirlaunum.

Tryggingar og ráðgjöf ehf getur þannig boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölbreyttar og mismunandi leiðir í sparnaðarlíftryggingum.

novis logo gifVPV Versicherungen logo.svg

 

Hafir þú fyrirspurnir varðandi tryggingar þínar, kortanúmer, uppsögn eða til að sækja bætur vinsamlegast sendu póst á tryggir(hjá)tryggir.is
eða hafðu samband í síma 590-1600. Við munum svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.

Opnunartími

Mánudaga - Föstudaga

09:00  - 12:00

13:00  - 17:00

Símatími

Mánudaga - Föstudaga

10:00  - 12:00

13:00  - 16:00

Upplýsingar

Sóltún 26
105 Reykjavík
Sími: 5901600
tryggir@tryggir.is

Kort