- Þjónustan er fyrir einstaklinga og getur þú skráð þig með rafrænum skilríkjum hér fyrir ofan.
- Að skráningu lokinni óskum við eftir trygginga- og tjónayfirliti frá þínu tryggingafélagi.
- Þegar yfirlitin berast til okkar er óskað eftir tilboði í sambærilegar tryggingar hjá öllum íslensku tryggingafélögunum.
- Tryggingafélögin setja upp tilboð og senda þau til baka í Tryggingavaktina.
- Um leið og tilboðin berast í Tryggingavaktina færð þú sendan tölvupóst með hlekk.
- Á hlekknum finnur þú þau tilboð sem hafa borist.
- Þar getur þú opnað hvert tilboð, skoðað og borið saman.
- Þá getur þú tekið ákvörðun um hvort og hvert þú vilt færa þínar tryggingar, án skuldbindinga.
- Ef þú ýtir á hnapp um að samþykkja eitthvert þessara tilboða fær tryggingafélagið tölvupóst þess efnis og hefur samband við þig í kjölfarið.
Svona virkar þjónustan:
Spurningar og svör:
Kostar þjónustan?
Nei. Þjónustan kostar ekki. Tryggingar og ráðgjöf bjóða þessa þjónustu án endurgjalds, bæði fyrir þig og tryggingafélögin.
Hvað líður langur tími frá því að ég skrái mig og þangað til að tilboð berast.
Ekki er hægt að festa tíma á afgreiðslu en bæði þarf núverandi tryggingafélag að senda inn yfirlit og svo í framhaldi tilboð.
Hvernig get ég séð tilboðin?
Í hvert skipti sem tilboð berst sendir kerfið þér tölvupóst með hlekk. Ef smellt er á hlekkinn má sjá öll tilboð sem borist hafa á þeim tímapunkti, hlið við hlið og hægt að opna til þess að skoða hvert tilboð fyrir sig.
Mun tryggingafélagið geta haft beint samband við mig?
Stundum hefur tryggingafélag samband við viðskiptarvini til þess að óska eftir frekari upplýsingum.