Um Tryggingar og ráðgjöf

Tryggingar og ráðgjöf er stærsta vátryggingamiðlun á Íslandi en viðskiptavinir okkar telja yfir 50.000.

Við erum stolt af því að hafa í hart nær 18 ár aðstoðað viðskiptavini okkar við að finna lausnir sem styrkja fjárhagslega stöðu þeirra til framtíðar. Bæði á erfiðum tímum sem og góðum þá erum við alltaf til staðar fyrir þig, í gleði og sorg hjálpum við þér að lifa lífinu við öryggi.

Tryggingar og ráðgjöf er löggilt vátryggingamiðlun og starfar undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Vátryggingamiðlunin á ekki í neinu eignasambandi við tryggingafélög og er því algerlega óháð. Megin markmið okkar er að gæta hagsmuna viðskiptavina og að þeir upplifi öryggi þegar kemur að tryggingum sem þeir hafa. Þar af leiðandi höfum við sett af stað nýtt þjónustukerfi sem ber nafnið Tryggingavaktin.

Með reglubundnu millibili setjum við okkur í samband við viðskiptavini okkar til að endurmeta vátryggingavernd þeirra, fara yfir þá samninga sem þegar eru í gildi og athuga hvort þörf eða vilji sé fyrir hendi til þess að breyta eða bæta þar um.

Starfsábyrgðartrygging Tryggingar og ráðgjöf ehf. er hjá Brit Insurance Limited, 55 Bishopsgate, London.

Upplýsingaskjal við Vátryggingatöku

Okkar ráðgjafar eru

Ása Oddsdóttir

Ráðgjafi

asa@tryggir.is

Bárður J. Ágústsson

Ráðgjafi

bardur@tryggir.is

Davíð Tryggvason

Ráðgjafi

david@tryggir.is

Guðlaug Jónsdóttir

Ráðgjafi

gudlaug@tryggir.is

Halldór Björn Baldursson

Ráðgjafi

hbb@tryggir.is

Hörður Pálmason

Ráðgjafi

hordur@tryggir.is

Gauti Elfar Arnarson

Ráðgjafi

gauti@tryggir.is

Kristinn Hjartarson

Ráðgjafi

kristinn@tryggir.is

Mikael Nikulásson

Ráðgjafi

mikael@tryggir.is

Jón Ingi Jónsson

Ráðgjafi

joningi@tryggir.is

Sigurður Sigurbjörnsson

Ráðgjafi

sigurdur@tryggir.is

Sigurður Sveinsson

Ráðgjafi

siggi.s@tryggir.is

Sigurjón Kristjánsson

Ráðgjafi

sjonni@tryggir.is

Steindór Karvelsson

Ráðgjafi

steindor@tryggir.is

Viktor Örn Jóhannsson

Ráðgjafi

viktor@tryggir.is

Erna Sigmundsdóttir

Ráðgjafi

erna@tryggir.is

Vilhelmína Kristinsdóttir

Ráðgjafi

vilhelmina@tryggir.is

Gunnar Þór Þorsteinsson

Ráðgjafi

gunnar@tryggir.is

Guðrún Gísladóttir

Ráðgjafi

gudrun@tryggir.is

Hinrik Örn Bjarnason

Ráðgjafi

hinrik@tryggir.is

Sigfús Ragnar Sigfússon

Ráðgjafi

sigfus@tryggir.is

Dagný Ýr Friðriksdóttir

Ráðgjafi

dagny@tryggir.is

Herdís Eiríksdóttir

Ráðgjafi

herdis@tryggir.is

Jenný Sulollari

Ráðgjafi

jenny@tryggir.is

Styrkár Fjalar Matthews

Ráðgjafi

sfm@tryggir.is

Skrifstofa

Hákon Hákonarson

Framkvæmdastjóri

hakon@tryggir.is

 

Ásgerður Ágústsdóttir

 

asgerdur@tryggir.is

 

Ragna Kristín Jónsdóttir

Þjónustufulltrúi

ragna.kristin@tryggir.is

 

Aníka Rut Halldórsdóttir

Þjónustufulltrúi

anika.rut@tryggir.is

 

Friðrik Örn

Þjónustufulltrúi

fridrik@tryggir.is

 

Sara Hólm Hauksdóttir

Þjónustufulltrúi

sara@tryggir.is

 

Sonja Ýr Eggertsdóttir

Sölustjóri

sonja@tryggir.is

Elínborg Vignisdóttir

Þjónustufulltrúi

elinborg@tryggir.is

 

Anna S. Karlsdóttir

Þjónustufulltrúi

anna@tryggir.is

 

Júlía Ösp Bergmann

Þjónustufulltúri

julia@tryggir.is

Rakel Hostert

Þjónustufulltrúi

rakel@tryggir.is

 

Ingibjörg Sigfúsdóttir

Þjónustufulltrúi

ingibjorg@tryggir.is

 

Persónuverndarstefna Tryggingar og Ráðgjafar ehf.

útg. 1.0., 01.02.2019

Tryggingum og ráðgjöf ehf. ber skylda til að fara eftir reglum um persónuvernd og ábyrga meðferð persónuupplýsinga. Markmið þessarar persónuverndarstefnu er að upplýsa þig um þær persónuupplýsingar sem við söfnum um þig, hvernig persónuupplýsingarnar eru notaðar og hver réttindi þín eru með það fyrir augum að tryggja sanngjarna og gagnsæja vinnslu í samræmi við gildandi persónuverndarlög. Við hvetjum þig til að kynna þér stefnuna vel.

Persónuverndarstefna þessi byggir á gildandi lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og almennu persónu­verndarreglugerð Evrópuþingsins og Ráðsins nr. 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, einnig þekkt sem „GDPR“.

 1. UPPLÝSINGAR UM OKKUR

Tryggingar og ráðgjöf ehf., Sóltúni 26, kt. 560500-3190 (hér eftir ,,T&R‘‘ eða ,,við‘‘) er ábyrgðaraðili sérhverra persónuupplýsinga sem við vinnum um þig í tengslum við þá þjónustu sem við veitum viðskiptavinum okkar, hvort sem er um ráðgjöf eða milligöngu um miðlun og framkvæmd vátryggingasamninga.  Þegar vísað er til „þín“ eða „notenda“ í stefnu þessari er átt við viðskiptavini T&R.

Hafir þú spurningar um stefnu þessa eða viljir þú koma á framfæri kvörtun eða beiðni til T&R vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við þjónustu T&R, biðjum við þig um að hafa samband við sérstakan tengilið T&R með bréfpósti eða tölvupósti. T&R mun bregðast við erindi þínu eins fljótt og auðið er með skriflegum hætti.

Tryggingar og ráðgjöf ehf.

Sóltúni 26
105 Reykjavík
b.t. Hákonar Hákonarsonar
Netfang: hakon@tryggir.is

 1. PERSÓNUUPPLÝSINGAR SEM TRYGGINGAR & RÁÐGJÖF EHF. VINNUR UM ÞIG

Persónuupplýsingar eru hvers kyns persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar sem má rekja til tiltekins einstaklings. Með því er átt við að hægt sé að auðkenna einstakling beint eða óbeint með upplýsingunum.

Við ráðgjöf og/eða miðlun vátryggingasamninga þá óskum við eftir margháttuðum upplýsingum um þig, allt eftir eðli máls hverju sinni. Við óskum alltaf eftir nafni, kennitölu, tölvupósti, símanúmeri og heimilisfangi. Við kunnum að óska eftir upplýsingum um skuldastöðu, tekjur, eignir og fjölskylduaðstæður. Við umsóknir um vátryggingasamninga kunnum við að óska eftir heilsufarsupplýsingum um þig. Allt er þetta í samræmi við lög um dreifingu vátrygginga nr. 62/2019 og leiðir af eðli og gerð vátryggingasamninga.

Við rekstur og framkvæmd þinna vátryggingasamninga kunnum við að skrá og vista allar aðgerðir þínar en það er nauðsynlegt til þess að við getum efnt samningsskyldur okkar við þig, meðal annars til að aðstoða við iðgjaldagreiðslur eða til hafa milligöngu um tjónakröfur þínar. Þá vinnum við upplýsingar um vátryggingataka mismunandi vátryggingafélaga á sama grundvelli.

T&R vinnur með persónuupplýsingar til að halda utan um markhópa og vinnur skýrslur sem byggja á tölfræðilegum upplýsingum um viðskiptavini. Þetta er gert í þeim tilgangi að bæta þjónustuna og mæta betur þörfum viðskiptavina. Með þínu samþykki vinnur T&R persónuupplýsingar til að greina vátrygginga-vernd þína, í þeim tilgangi að veita betri og einstaklingsmiðaðri þjónustu og ráðgjöf.

 1. HEIMILDIR TRYGGINGAR OG RÁÐGJAFAR EHF. FYRIR VINNSLUNNI

Notkun þeirra persónuupplýsinga sem við höfum undir höndum fer eftir því í hvaða tilgangi þeirra er aflað.

Við vinnum til að mynda persónuupplýsingar til að:

 1. Uppfylla samningsskyldur T&R

T&R vinnur persónuupplýsingar sem við söfnum frá þér til að uppfylla og viðhalda samningssambandi  og samningsskyldum okkar við þig og þau vátryggingafélög sem þú felur okkur að eiga viðskipti við. Tilgangur vinnslunnar er einkum að hafa milligöngu um réttmæta upplýsingagjöf til vátryggjanda og þegar vátryggingasamningur er kominn á, að halda utan um framkvæmd hans s.s. réttar greiðslur og aðstoð vegna tjónskrafna.

 1. Uppfylla lagaskyldu

Á T&R hvíla lagalegar skyldur til að afla persónuupplýsinga í ákveðnum tilgangi. Má þar nefna að T&R skal veita viðskiptavinum sínum þarfagreiningu og ráðgjöf um réttar vátryggingar samkvæmt nr. 62/2019 um dreifingu vátrygginga.

 1. Tryggja lögmæta hagsmuni T&R

Í þeim tilvikum þegar vinnsla er nauðsynleg vegna lögmætra hagsmuna T&R, kunnum við að vinna persónuupplýsingar um þig umfram það sem þarf til að uppfylla og framfylgja samnings- og lagaskyldu, nema hagsmunir þínir vegi þyngra. T&R vinnur persónuupplýsingar þínar á þessum grundvelli einkum í tengslum við eigna- og öryggisvörslu og markaðssetningu, s.s. við viðskiptamannahald, frumkvæðisráðgjöf, endurbætur á þjónustu, vöruþróun o.fl.

 1. Á grundvelli samþykkis

Við vinnum aðeins með persónuupplýsingar þínar í lögmætum tilgangi eða samkvæmt upplýstu samþykki þínu. Þú veitir persónuupplýsingar til T&R af sjálfsdáðum í því skyni að eiga vátryggingaviðskipti. Þessum upplýsingum er safnað á grundvelli samnings- og lagaskyldna. Þá byggir bein markaðssetning gagnvart öðrum en viðskiptavinum á samþykki viðkomandi. T&R kann að hafa samband við þig í viðskiptalegum tilgangi veitir þú samþykki fyrir því. Við munum ekki nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi, án þess að afla sérstaklega samþykkis þíns fyrir slíkri vinnslu.

 1. HVERJIR VINNA MEÐ PERSÓNUUPPLÝSINGARNARNAR ÞÍNAR

Að því marki sem nauðsynlegt er til að framfylgja samningsskyldum okkar við þig, hafa starfsmenn T&R aðgang að persónuupplýsingum. Auk þess hafa þjónustuaðilar T&R, sem vinna persónuupplýsingar í okkar þágu, aðgang að persónuupplýsingum. Það eru einkum vátryggingafélög, fyrirtæki sem veita upplýsinga-tækniþjónustu, banka- og fjármálaþjónustu, lögmenn, læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk. Auk þess ber T&R skyldu til að veita opinberum aðilum aðgang að persónuupplýsingum á grundvelli lagaskyldu, s.s. skattyfirvöldum, eftirlitsaðilum, lögregluyfirvöldum, skiptastjórum og dómstólum.

 1. MIÐLUN UTAN EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐISINS

GDPR gildir í öllum ríkjum innan Evrópska Efnahagssvæðisins („EES-svæðisins“) og er miðlun persónuupplýsinga innan EES-svæðisins því ótakmörkuð að því marki sem hún byggir á lögmætum vinnslugrundvelli. GDPR takmarkar hins vegar miðlun persónuupplýsinga til landa utan EES-svæðisins, þ.á m. til Bandaríkjanna. T&R hefur enga samningsaðila fyrir utan EES-svæðið, en ekki er útilokað að miðlað sé persónuupplýsingum til landa utan EES-svæðisins í einhverjum tilfellum s.s. vegna alþjóðasamninga. T&R ber ábyrgð á því að tryggja að viðeigandi verndarráðstafanir séu til staðar við miðlun persónuupplýsinga svo fullnægjandi vernd persónuupplýsinga þinna sé tryggð. Því miðlar félagið aðeins persónuupplýsingum til aðila sem falla undir reglur um friðhelgisskjöld (Privacy Shield).

 1. HVERSU LENGI ERU UPPLÝSINGARNAR VARÐVEITTAR

Persónuupplýsingar eru varðveittar á meðan viðskiptasamband varir og lög mæla fyrir um eða viðskiptahagsmunir T&R krefjast og málefnaleg ástæða er til. Að jafnaði eru persónuupplýsingar sem falla undir lög um bókhald varðveitt í 5-7 ár frá sérhverjum viðskiptum. Þegar upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar til að uppfylla samningsbundnar skyldur T&R við þig eða til að uppfylla lagaskyldu, er þeim eytt. Þó varðveitum við hugsanlega upplýsingar sem hafa sögulegt gildi fyrir T&R.

 1. RÉTTINDI ÞÍN

Þú nýtur ákveðinna réttinda samkvæmt lögum í tengslum við vinnslu T&R á persónuupplýsingum um þig.

Í þeim felst réttur til að:

 • óska eftir upplýsingum um hvernig T&R vinnur persónuupplýsingar og fá afrit af þeim;
 • óska eftir því að T&R eyði um þig upplýsingum, leiðrétti óáreiðanlegar persónuupplýsingar eða fullgeri ófullkomnar persónuupplýsingar;
 • óska eftir því að T&R takmarki vinnslu í ákveðnum tilfellum;
 • óska eftir því fá persónuupplýsingar á aðgengilegu og tölvutæku sniði og fá þær sendar öðrum aðila.

Rétt er að tilgreina að T&R er heimilt í afmörkuð tilfellum að hafna því að persónuupplýsingum um þig sé eytt, þær fluttar eða að þú fáir aðgang að gögnum. T&R mun eftir bestu mögulegri getu tryggja að upplýsingar um þig séu áreiðanlegar og uppfærðar þegar þess þarf.

Þú átt einnig rétt til að andmæla vinnslu persónuupplýsinga í ákveðnum tilvikum:

 • vinnslu T&R á persónuupplýsingum í þágu beinnar markaðssetningar;

T&R mun hætta vinnslu persónuupplýsinga ef þú andmælir vinnslu þeirra í fyrrgreindum tilvikum nema lagaskylda hvíli á T&R eða lögmætir hagsmunir gangi framar hagsmunum þínum.

Þér er ávallt heimilt að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þú telur að vinnsla okkar sé þvert á gildandi löggjöf. Ef þú vilt frekari upplýsingar um réttindi þín eða hvernig þú getur nýtt þau, biðjum við þig um að hafa samband við tengilið hjá T&R (sjá samskiptaupplýsingar í lið 1).

 1. AFTURKÖLLUN SAMÞYKKIS

Þegar þú hefur veitt okkur persónuupplýsingar þínar með samþykki þínu og af sjálfsdáðum, getur þú alltaf afturkallað slíkt samþykki. Vinnsla T&R á upplýsingum þínum fram að afturköllun er þó lögmæt. Við samþykkjum hvers kyns form á afturköllun, en óskum þess þó skriflega og þannig úr garði gert að ekki sé vafi á að afturköllunin komi frá þér. Afturköllun á samþykki getur haft þær afleiðingar að við, eða vátryggingafélag þitt, getum ekki komið samningssambandi á eða uppfyllt samningsskyldur við þig.

 1. ÖRYGGI OG VERND PERSÓNUUPPLÝSINGA

T&R hefur gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fyllsta öryggi persónuupplýsinga þinna gegn misnotkun, röskum, tjóni og óheimilum aðgangi, breytingum eða birtingu. Ráðstafanir T&R til að tryggja öryggi eru fólgnar í:

 • innleiðingu tæknilegra og skipulagslegra ráðstafana sem ætlað er að tryggja viðvarandi trúnað, uppitíma, rekstraröryggi og álagsþol vinnslukerfa og þjónustu;
 • stýringu aðgengis einstaklinga að starfstöð okkar og öryggisvörslu;
 • stýringu aðgengis starfsmanna og annarra að kerfum eða skjölum sem hafa að geyma persónu­upplýsingar;
 • að tryggja að þjónustuaðilar okkar sem hafa aðgang að persónuupplýsingunum notenda, hafi gert viðeigandi verndarráðstafanir til að tryggja öryggi persónuupplýsinga.
 1. BREYTINGAR Á PERSÓNUVERNDARSTEFNU

Stefna þessi verður uppfærð reglulega í samræmi við breytingar T&R á meðferð persónuupplýsinga til að endurspegla meðferð persónuupplýsinga hjá fyrirtækinu hverju sinni. Við hvetjum þig til að skoða þessa stefnu reglulega til að vera upplýst(ur) um hvernig við notum og verndum persónuupplýsingar þínar.

Even the all-powerful Pointing has no control about the blind texts it is an almost unorthographic life One day however a small line of blind text by the name of Lorem Ipsum decided to leave for the far World of Grammar. The Big Oxmox advised her not to do so, because there were thousands of bad Commas, wild Question Marks and devious Semikoli.

Samstarfsaðilar

Tryggingar og ráðgjöf hefur verið í samstarfi við innlend og erlend vátryggingafélög í gegnum tíðina. Sem dæmi um erlend félög má nefna Friends Provident, Sun Life, Allianz, Bayern, Swiss Life, BUPA og Lloyds.

Í febrúar 2018 hófum við samstarf við evrópska tryggingafyrirtækið Novis, en Novis er með starfsstöðvar í 11 löndum í Evrópu. Stefna Novis gengur út frá nýrri nálgun á persónutryggingar þar sem hægt er að taka líf-, sjúkdóma-, örorku- og sparnaðartryggingar í einni umsókn, fyrir alla fjölskylduna. Novis býður upp á meiri og víðtækari vernd en þekkist á íslenska vátryggingamarkaðnum. Í janúar 2019 gerðum við samstarfssamning við VPV, elsta líftryggingafyrirtæki Þýskalands, stofnað 1827. VPV býður upp á sveigjanlega lífeyristryggingu í evrum, sem hægt er að nota sem varasjóð til útgjalda eða hægt að taka út samhliða eftirlaunum.  Jafnframt gerðum við samstarfssamning við Allianz Global Life, en Allianz þarf vart að kynna, eitt stærsta tryggingafélag í heimi. Fyrst um sinn munum við bjóða upp á lífeyristryggingu í evrum, sem hægt er að nota sem varasjóð til útgjalda eða hægt að taka út samhliða eftirlaunum.

Tryggingar og ráðgjöf ehf getur þannig boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölbreyttar og mismunandi leiðir í sparnaðarlíftryggingum.