fbpx Skip to main content
Fréttir

Tilkynning vegna afturköllunar leyfis NOVIS

Í gær, 5. júní, bárust Tryggingum og ráðgjöf þær fréttir að Seðlabanki Slóvakíu (NBS) hefði afturkallað leyfi NOVIS Insurance Company Inc. til þess að selja vátryggingar. 

Í ákvörðun NBS er tiltekið að félaginu verði skipaður slitastjóri sem sjái um að gæta hagsmuna vátryggingataka. 

Nánari upplýsingar eru tilgreindar þannig í ákvörðun NBS:

 

  • Ákvörðun NBS hefur ekki áhrif á gildi núgildandi tryggingarsamninga 
  • Félaginu verður skipaður slitastjóri
  • Leitast verður við að vernda hagsmuni vátryggingartaka en nánara fyrirkomulag þess verður ákvarðað af slitastjóra.
  • Slitastjóri mun senda vátryggingartökum upplýsingar um hvenær og hvernig þeir eiga að gæta sinna hagsmuna

 

Enn er ýmislegt óljóst og margt mun væntanlega skýrast frekar næstu daga þegar slitastjóri verður kominn að félaginu. Tryggingar og ráðgjöf benda viðskiptavinum sínum á að halda að sér höndum og fylgja síðan þeim leiðbeiningum sem munu berast.

Tryggingar og ráðgjöf munu gæta hagsmuna sinna viðskiptavina og koma á framfæri öllum upplýsingum sem félaginu berast er varða hagsmuni þeirra.

Í tilkynningu sinni leggur NBS áherslu á að réttindi allra vátryggingartaka verði virt, bæði hvað varðar kröfur vegna áfallinna tjóna og inneigna í fjárfestingarsamingum. 

 

Tryggingar og ráðgjöf er í nánu sambandi við Seðlabanka Íslands varðandi framgang málsins og hvernig hagsmunum viðskiptavina verði best borgið.