fbpx Skip to main content
Fréttir

Tilkynning Seðlabanka Íslands með frekari upplýsingum vegna afturköllunar starfsleyfis Novis

By apríl 18, 2024apríl 22nd, 2024No Comments

Uppfært 22.04.2024 – Vegna fjölda fyrirspurna sem hafa borist verður töf á svörun. Við leggjum áherslu á að öllum verði svarað við fyrsta tækifæri.

Við viljum vekja athygli á nýrri tilkynningu Seðlabanka Íslands frá 11. apríl 2024 með frekari upplýsingum vegna afturköllunar starfsleyfis Novis. Þar kemur fram að Seðlabankinn vilji vekja athygli á þeirri óvenjulegu stöðu sem félagið er í, eins og nánar er lýst í tilkynningunni.

Í ljósi þeirrar fordæmalausu stöðu sem uppi er hvetur Seðlabanki Íslands vátryggingartaka hjá NOVIS til að fara yfir skilmála samninga sinna og kynna sér þau úrræði sem þeim standa til boða. Til dæmis er boðið upp á að taka hlé frá greiðslu iðgjalda, leysa hluta inneignar út eða leysa út alla inneign sem til staðar er með því að segja upp vátryggingarsamningi.

Þar sem um mismunandi vátryggingarsamninga er að ræða má vera ljóst að framangreind úrræði hentar vátryggingartökum misvel. Ákveði vátryggingartakar að notfæra sér úrræðin er jafnframt mikilvægt að hafa í huga að ákvæði skilmála vátryggingarsamninga kveða á um kostnað og gjöld sem dragast frá inneign vátryggingartaka.

Tilkynninguna í heild sinni er unnt að lesa hér

Í ljósi framangreinds hvetjum við þig til að kynna þér þau úrræði sem standa þér til boða.

Ekki hika við að hafa samband við okkur til að fara yfir stöðu þinna mála með ráðgjöfum okkar með því að senda póst á upplysingar@tryggir.is