Seðlabanki Íslands hefur gefið út Spurt og svarað um afturköllun starfsleyfis NOVIS og var það síðast uppfært 15. janúar 2025.
Nánari upplýsingar má finna hér.
Þar kemur meðal annars fram:
Afturköllun starfsleyfis NOVIS ein og sér, hefur ekki áhrif á gildi núgildandi vátryggingarsamninga félagsins eða vátryggingavernd á grundvelli þeirra.
Áréttað er að hvorki afturköllun starfsleyfis NOVIS né skipun skilastjóra yfir félaginu leiðir til sjálfkrafa uppsagna á vátryggingarsamningum þess. Vátryggingarsamningar NOVIS og vátryggingavernd á grundvelli þeirra er því óbreytt þrátt fyrir ofangreint, að svo stöddu.
Fyrir frekari upplýsingar um þinn samning og stöðu samningsins getur þú sent fyrirspurn á upplysingar@tryggir.is