fbpx Skip to main content

VPV Future Pension Classic

VPV Future  Pension Classic er lífeyristrygging sem hægt er að ráðstafa 3,5% af skyldulífeyri í. VPV Future Pension Classic fjárfestir í traustum öryggiseignum VPV.

Tilgreinda séreign VPV Future  Pension Classic er hægt að byrja að taka út við 62 ára aldur. Hægt er að dreifa greiðslum til 67 ára eða leysa hana alla út við 67 ára aldur í eingreiðslu. VPV býður líka upp á að tilgreinda séreignin í VPV Future Pension Classic verði greidd sem ævilangur lífeyrir þegar kemur að 67 ára aldri.

Tilgreind séreign

Lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð 15,5% hjá öllum. Lífeyrissjóðum er heimilt að bjóða sjóðfélögum að ráðstafa allt að 3,5% af lágmarksiðgjaldi í tilgreinda séreign. Þá fer 3,5% í tilgreinda séreign sem er einkaeign sjóðfélaga og 12% í samtryggingu.

Tilgreind séreign er séreignarsparnaður fyrir þá sem vilja aukinn sveigjanleika við starfslok en hægt er að byrja að leysa sparnaðinn út við 62 ára aldur. Tilgreind séreign er óaðfarahæfur, erfanlegur lífeyrissparnaður þar sem ekki þarf að greiða fjármagnstekjuskatt af ávöxtun.

VPV Lebenversicherung AG

VPV Lebenversicherung AG er traust líftryggingafélag í Þýskalandi. Þar er búið yfir næstum 200 ára reynslu og þekkingu í tryggingum og lífeyri en það var stofnað árið 1827 og er elsta líftryggingafélag Þýskalands. Vefsíða VPV

Panta ráðgjöf

Hvenær má leysa út tilgreinda séreign?

Tilgreinda séreign er hægt að byrja að taka út við 62 ára aldur. Hægt er að dreifa greiðslum til 67 ára eða leysa hana alla út við 67 ára aldur í eingreiðslu. VPV býður líka upp á að tilgreinda séreignin í VPV Future Pension Classic verði greidd sem ævilangur lífeyrir þegar kemur að 67 ára aldri.

Hvað er tilgreind séreign?

Launþegi greiðir hlutfall af sínum launum og launagreiðandi greiðir mótframlag á móti. Áður greiddi launþegi 4% af eigin launum og launagreiðandi 8%, framlag launagreiðanda hækkaði í skrefum um 3,5%, eða í heildina 11.5%. Heildarframlag í samtryggingarsjóð varð því 15,5%.

Á sama tíma var það bundið í lög að sjóðsfélagar gætu ráðstafað þessum auka 3,5% í tilgreinda séreign og gátu þá ráðstafað því til annars vörsluaðila. Ákveði sjóðsfélagi ekki að ráðstafa 3,5% í séreign, fara þau sjálfkrafa í samtrygginguna (þó misjafnt eftir sjóðum).

Ef hluta lífeyrisiðgjalds er ráðstafað í tilgreinda séreign þá minnka þau réttindi sem ávinnast með því að greiða fullt iðgjald í samtryggingarsjóð. Réttur til ævilangs ellilífeyris, örorku- og makalífeyris úr samtryggingu minnkar og er því mikilvægt að fara vel yfir kosti og galla með ráðgjafa svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun.

Hverjir eru kostir VPV Future Pension Classic?

VPV var stofnað árið 1827 og er því elsta líftryggingafélag Þýskalands.

VPV Future Pension er lífeyristrygging í evrum sem er einn af stærstu og traustustu gjaldmiðlum heims.

Ágóðahlutdeild er úthlutað til viðskiptavina sem aukaleg inneign og bætist því ofan á samningseign eins og greidd iðgjöld og ávöxtun þeirra.

Hvernig er tilgreind séreign öðruvísi en séreignarsparnaður?

Tilgreind séreign er hluti af skyldulífeyrissparnaðinum en séreignarsparnaður er viðbótariðgjald. Aðrar reglur gilda um útgreiðslu tilgreindrar séreignar.

Ef ég lendi á örorku á tímabilinu?

Ef að hinn vátryggði er metin með 100% læknisfræðilega örorku getur hann krafist þess að heildar samnings inneign VPV Future Pension (samnings inneign og lækkuð ágóðahlutdeild í samræmi við gr. 2.3.(b) í tryggingarskilmála Future Pension) verði greidd út í jöfnum greiðslum yfir 7 ára tímabil, en þó eingöngu ef hið minnsta tvö ár eru liðin frá fyrstu iðgjaldsgreiðslu. 

Ef örorkuprósentan lægri en 100% og lækkar þá árleg útborgun í hlutfalli við lækkun örorkuprósentunnar og úttektar tíminn lengist samsvarandi.