fbpx Skip to main content
Mínar síður AllianzLeiðbeiningar við innskráningu

Samningahafar Allianz Target4Life geta nálgast upplýsingar um samninginn sinn á vef Allianz – Þar er hægt að fylgjast með frammistöðu sjóða, greiðslustöðu og inneign samnings.

Allianz Target4Life

Verkefni, draumar, markmið: Líf þitt er einstakt og sérstakt. Alveg eins einstakt og sérstakt og Allianz Target4Life, nýstárlega tryggingalausnin frá Allianz Global Life.

Allianz Target4Life er ekki klassísk einingatengd vara heldur persónuleg og sérsniðin fjárfestingarleið fyrir þig. Hannað til að hjálpa þér að ná verkefnum þínum í lífinu. En um leið að draga úr áhættu með tímanum, rétt eins og þú myndir gera.

Enginn þekkir þig eins og þú; hver eru fjárfestingarmarkmið þín, áfangar þínir og fjárfestingartími. Með Allianz Target4Life útvistar þú fjárfestingarvali þínu að fullu til Allianz sem mun sjá um allt fyrir þig.

Varan er hönnuð fyrir langtímafjárfestingar og ávinningurinn er þinn eins lengi og þú heldur samningnum á lífi. 

Hverjir eru kostir Allianz Target4Life?

Lífsferill. Knúinn áfram af hegðun í fjármálum, hver lífsferill þróast með þér, með því að aðlaga fjárfestingarstefnu þína þar til markmiðinu er náð.

Persónumiðað. Sérsniðið fjárfestingarsafn sniðið að hverjum viðskiptavini út frá áhættuvilja þeirra, tímaramma og greiðslu iðgjalds.

Sveigjanleiki. Val um mismunandi greiðslur iðgjalds eftir þörfum og óskum hvers viðskiptavinar.

Tækifæri. Framúrskarandi áhættustjórnun og vandlegt eftirlit með því markmiði að ná sem bestri ávöxtun með sem lægstu áhættu.

Vernd. Vernd í formi líftryggingar sem hjálpar til við að vernda ástvini þína ef um ótímabært andlát ber að hendi.

Hugarró. Skipuleggðu flutning eigna þinna með því að tilnefna rétthafa í tilfelli andláts (að því marki sem lög leyfa).

Af hverju Allianz Target4Life?

Persónuleg og sveigjanleg lausn byggð á sérsniði einstakra fjárfesta og fjárfestingarmarkmiða þeirra.

Ávinningurinn af því að dreifa á milli mismunandi eignaflokka yfir allan fjárfestingartímann.

Lausn með „sjálfstýringu“: Fjárfestirinn þarf ekki að hafa áhyggjur af lífsferilsleiðinni heldur getur hann einbeitt sér að lokamarkmiðinu.

Fagleg fjárfestingaraðferð ekki „knúin áfram af tilfinningum,“ heldur stjórnað fyrir þig af fagfólki sem veitir þér hugarró á öllum stigum í verðsveiflum verðbréfamarkaða.

Target4Life í hnotskurn

  • Allianz Target4Life er sparnaðarlíftrygging sniðin að þörfum samningshafa. Sparnaður i evrum sem er persónumiðaður og sveigjanleg lausn sem miðast að hverjum einstakling fyrir sig.
  • Target4Life gerir þér kleift að velja að fjárfesta með eingreiðslu (lágmark €5.000 án efri marka), reglulegu iðgjaldi eða sambland af hvoru tveggja.
  • Framúrstefnulegur valkostur tímasetninga gerir þér kleift að komast inn á markaðinn smám saman ef um er að ræða eingreiðslu.
  • Vítt fjárfestingartímabil, frá 5 til 25 ár, til að ná betur markmiði þínu. Lifa lífinu lifandi á meðan samningur lifir.
  • 3 áhættusnið lífsferils, byggð af Allianz Global Investors, virk eignastjórnun með fjölmörgum eignaflokkum.
  • 10% eða 20% til viðbótar við andlát vátryggðs einstaklings, allt eftir vali vátryggingartakans.
  • Engin viðurlög við snemmbúinni innlausn.

 

 

Ofangreindar upplýsingar eru settar fram í markaðsskyni og koma ekki í stað fjárhagslegar ráðgjafar. Vinsamlegast lestu skilmálana áður en þú notar vöruna. Fyrri frammistaða þessara samninga, innri tryggingasjóða og einstakra eigna sem þar er að finna telst ekki né getur talist trygging fyrir frammistöðu í framtíðinni.

Tryggingafélagið Allianz Global Life var stofnað árið 2008 og sérhæfir sig í sparnaðar- og líftryggingalausnum. Höfuðstöðvar félagsins eru í Dublin en félagið er með útibú á Kýpur, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Ítalíu.

Samningahafar Allianz Target4Life geta nálgast upplýsingar um samninginn sinn á vef Allianz – Þar er hægt að fylgjast með frammistöðu sjóða, greiðslustöðu og inneign samnings.

Leiðbeiningar fyrir innskráningu á þitt svæði hjá Allianz eru að finna hér.

Skilmálar 2023 / Terms and Conditions 2023Skilmálar 2020 / Terms and Conditions 2020

Key Information Documents:

Generic Single
Specific Single Balanced
Specific Recurrent Balanced
Specific Single Dynamic
Specific Recurrent Dynamic
Specific Single Opportunity
Specific Recurrent Opportunity
Generic Recurrent