fbpx Skip to main content

SunLife

Sun Life var stofnað árið 1810 og hefur því langa reynslu í sölu vátrygginga og ávöxtun fjármuna viðskiptavina sinna. Sun Life eða Friends Life, er nú hluti af Aviva, einu stærsta persónutryggingafélagi Bretlands, með starfsemi í fjölmörgum löndum.

Sun Life hætti nýsölu á Íslandi í apríl 2006, en þjónusta við samninga þeirra er hjá viðkomandi vátryggingamiðlun, en einnig er hægt að hafa samband við þá beint á netfangið ALITeam@axa-sunlifeservices.co.uk eða með því að hringja í síma 00 44 117 9893000.

Samningar Sun Life sem T&R þjónustar eru:

IIP International Investment Plan (Sparnaður)
SIP Select Investment Plan (Sparnaður með líftryggingu)
FCP Flexible Cover Plan (Sparnaður með líf- og sjúkdómatryggingu)
Flexible Mortgage Plan (Sparnaður með líf- og sjúkdómatryggingu)

Fjármagnstekjuskattur vegna innlausnar söfnunarlíftryggina

Við viljum vekja athygli á því að innlausn söfnunarlíftrygginga er framtalsskyld og sennilegt að af henni beri að greiða fjármagnstekjuskatt af mismun milli greiddra iðgjalda og útgreiddrar líftryggingafjárhæðar.

Tryggingum og ráðgjöf ehf. er kunnugt um að Skatturinn er að skoða greiðslur sem þessar. Hafir þú ekki greint frá innlausn tryggingarinnar á skattframtali er hægt að senda inn til Skattsins leiðréttingu á því framtali.

Hafir þú leyst út söfnunarlíftryggingu eða fengið greiddar líftryggingabætur er hugsanlegt að þér berist fyrirspurn frá Skattinum vegna þeirrar greiðslu. Ef um innlausn vegna söfnunarlíftryggingar var að ræða og ekki hefur verið greiddur fjármagnstekjuskattur mun Skatturinn að öllum líkindum leggja á 25% álag á þann fjármagnstekjuskatt sem Skatturinn telur að hafi átt að greiða. Slíkt álag verður ekki lagt á ef þú sendir inn leiðréttingu að eigin frumkvæði.

Ef um líftryggingabætur var að ræða þá nægir að senda Skattinum gögn því til staðfestingar.