Fréttatilkynning var birt á vef Seðlabanks Íslands þar sem vakin er athygli á fréttatilkynningu sem EIOPA gaf út í dag (15. janúar 2025). Í fréttatilkynningu EIOPA er að finna upplýsingar í formi spurninga og svara fyrir viðskiptavini NOVIS um stöðu félagsins, en starfsleyfi þess var afturkallað af Seðlabanka Slóvakíu í júní 2023. EIOPA vekur athygli viðskiptavina NOVIS m.a. á hugsanlegri áhættu við áframhaldandi iðgjaldagreiðslur til félagsins og áhrifum af mögulegri skiptameðferð félagsins. Seðlabanki Slóvakíu hefur haft takmarkaðar eftirlitsheimildir gagnvart NOVIS allt frá afturköllun starfsleyfisins.
Fréttatilkynningu Seðlabankans má finna í heild sinni hér: