fbpx Skip to main content

NOVIS Guaranteed Growth Insurance Fund

Þessi sjóður býður upp á 100% höfuðstólstryggingu fyrir allt tímabil vátryggingarsamningsins. Ennfremur hefur sjóðurinn jákvæða ávöxtun í hverjum mánuði samkvæmt því sem tilkynnt er af vátryggjanda á vefsíðu hans við lok hvers almanaksárs, fyrir næstu 12 mánuði.

NOVIS ETF Shares Insurance Fund

Þessi sjóður er ekki höfuðstólstryggður. Vátryggjendur fjárfesta höfuðstól sjóðsins í nokkrum ETF sjóðum en þeir eru skráðir vísitölusjóðir með mjög lágan kostnað. Þessi lági kostnaður leyfir árangur eins og í venjulegum hlutabréfafjárfestingasjóðum. Ávöxtun þeirra byggir á þróun viðeigandi kauphallarvísitölu. ETF hlutabréfa sjóðir hafa tilhneigingu til langtímaávöxtunar og hafa minni sveiflur en venjulegir hlutabréfasjóðir.

NOVIS Gold Insurance Fund
Þessi sjóður er ekki höfuðstólstryggður. Vátryggjendur fjárfesta höfuðstól sjóðsins í gulli eða með fjármálagerningi þar sem verðgildi byggir á þróun gullverðs. Árangur þessa tryggingasjóðs byggist því beinlínis á breytingum á gullverði. Verðgildi sjóðsins er einnig hægt að greiða út í gulli byggðu á samkomulagi milli vátryggjanda og vátryggingartaka.

NOVIS Entrepreneurial Insurance Fund

Þessi sjóður er ekki höfuðstólstryggður. Sjóðurinn styður við efnileg fyrirtæki með því að kaupa hlutabréf í þeim. Vátryggingatakar hafa beinan ávinning af aukningu verðgildis fyrirtækjanna og geta þannig fjárfest fjármuni sína á líkan hátt og stórir fagfjárfestar. Önnur fjárfestingarleið sjóðsins er þáttaka í lánagerningum fyrir slík fyrirtæki. Þriðja fjárfestingarleið sjóðsins er þátttaka í fjárfestingum í einkahlutabréfum, áhættufjárfestingum og svipuðum fjárfestingarleiðum. Fjórða fjárfestingarleið sjóðsins er hávaxta ETF, sem hægt er að stunda með viðskipti daglega en það, ásamt reiðufé tryggir lausafjárstöðu tryggingasjóðsins.

 

NOVIS Mortgage Insurance Fund

Þessi sjóður er ekki höfuðstólstryggður. Vátryggjendur fjárfesta höfuðstól sjóðsins sérstaklega í lánum sem tryggð eru með fasteignaveði. Ávöxtun þessa sjóðs myndast einkum með vöxtum sem greiddir eru á einstaka lán. Hluti höfuðstóls sjóðsins er fjárfestur í húsnæðislánum og öðrum fjárfestingagjörningum, sem tryggðir eru með fasteignaveðrétti, eða þar sem verðgildi þeirra stjórnast af eignaþróun.

NOVIS Family Office Insurance Fund

Þessi sjóður er ekki höfuðstólstryggður. Sjóðurinn fjárfestir fyrst og fremst í fjármálagerningum sem eru reknir af eignastýringarfyrirtækjum sem hafa víðtæka reynslu á því sviði og eru studdir af fjölskyldureknum sjóði (Family Office).

NOVIS World Brands Insurance Fund

Þessi sjóður er ekki höfuðstólstryggður. Sjóðurinn fjárfestir fyrst og fremst beint eða óbeint í fyrirtækjum sem eiga mjög þekkt vörumerki.

 

NOVIS Digital Assets Insurance Fund
Þessi sjóður er ekki höfuðstólstryggður. Sjóðurinn fjárfestir beint eða óbeint í fyrirtækjum eða fjárfestingarleiðum sem byggja á framleiðslu (námugröft) eða viðskipti með rafrænar myntir.