Tryggingavaktin

Við óskum eftir tilboðum í þinn tryggingapakka frá öllum íslensku tryggingafélögunum til þess að stuðla að því að þú njótir hagstæðustu tryggingakjara sem völ er á hverju sinni.

Þú byrjar á því að skrá þínar upplýsingar hér til hliðar. Þú munt svo fá staðfestingu á skráningu þinni innan sólarhrings í sms skilaboði sem inniheldur hlekk. Þá þarftu einfaldlega að smella á hlekkinn og samþykkja umboð til Tryggingar og ráðgjöf ehf með rafrænni undirritun.

Þér mun svo berast tilboð í tryggingarnar þínar á netfangið þitt á næstu dögum.

 

Skráðu þig í Tryggingavaktina

Almenn umsókn

Við óskum eftir tilboði í þinn tryggingapakka en þannig sjáum við til þess að verðin þín séu þau lægstu á markaðnum hverju sinni. Ef upp kemur tjón, aðstoðum við þig að fylla út tjónaskýrsluna.

Fyrirtæki

Flest öll fyrirtæki þurfa á tryggingum að halda óháð því innan hvaða atvinnugeira þau starfa. Að lenda í óvæntu tjóni getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu og rekstur fyrirtækis ef nægjanlegar tryggingar eru ekki fyrir hendi.

Þetta ferli tekur til skaðatrygginga líkt og ábyrgðartryggingu bifreiða, launþegatryggingu, lausafjártryggingu, rekstrarstöðvunartryggingu og trygginga lykilmanna fyrirtækja.