Viðbótarlífeyrissparnaður eða séreignarsparnaður er sparnaður sem dreginn er af launum áður en skattar eru greiddir. Oftast leggur launamaður fyrir 2% eða 4% af launum og fær 2% mótframlag frá launagreiðanda. Viðbótarlífeyrir er í flestum tilfellum afar æskilegur til þess að minnka, eða jafnvel koma í veg fyrir verulega lækkun tekna þegar komið er á lífeyrisaldur.
Viðbótarlífeyrissparnaður er þægilegt sparnaðarform þar sem vinnuveitandi sér um að greiða iðgjöld. Viðbótarlífeyrissparnaður er séreign sem er erfanlegur en hann er jafnframt laus til úttektar við 60 ára aldur. Sérstakar úttektarheimildir ef samningshafi verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss. Óaðfararhæfur – kröfuhafar geta ekki sótt inneign ef til gjaldþrots kemur. Sparnaður er dreginn frá skattstofni, lífeyrisgreiðslur eru skattlagðar eins og atvinnutekjur.