VPV Future Pension er einingatengd lífeyristrygging með ævilöngum lífeyri og möguleika á eingreiðslu lífeyris.
Boðið er upp á val um tvær ávöxtunarleiðir og hægt að gera breytingu á ávöxtunarleið á söfnunartíma. Í þessum ávöxtunar leiðum er fjárfest í aðlaðandi verðbréfasjóðum reknum af virtum sjóðastýringarfyrirtækjum. Lögð er áhersla á sjálfbærar og fjölþjóðlegar fjárfestingar.
Fjárfestingin er í evrum sem er stærri og stöðugari gjaldmiðill en íslenska krónan og má því gera ráð fyrir að fjárfestingin sé öruggari í ýmsum skilningi. Að auki bjóðum við þér sérstakt öryggi að því leyti að lífeyriseignin er að fullu fjárfest í öryggiseignunum ef þú velur úttekt í formi ævilangs lífeyris.