fbpx Skip to main content

VPV Future Pension

Viðbótarlífeyrissparnaður eða séreignarsparnaður er sparnaður sem dreginn er af launum áður en skattar eru greiddir. Oftast leggur launamaður fyrir 2% eða 4% af launum og fær 2% mótframlag frá launagreiðanda. Viðbótarlífeyrir er í flestum tilfellum afar æskilegur til þess að minnka, eða jafnvel koma í veg fyrir verulega lækkun tekna þegar komið er á lífeyrisaldur. 

Viðbótarlífeyrissparnaður er þægilegt sparnaðarform þar sem vinnuveitandi sér um að greiða iðgjöld. Viðbótarlífeyrissparnaður er séreign sem er erfanlegur en hann er jafnframt laus til úttektar við 60 ára aldur. Sérstakar úttektarheimildir  ef samningshafi verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss. Óaðfararhæfur – kröfuhafar geta ekki sótt inneign ef til gjaldþrots kemur. Sparnaður er dreginn frá skattstofni, lífeyrisgreiðslur eru skattlagðar eins og atvinnutekjur.

VPV er traust líftryggingafélag í Þýskalandi. Þar er búið yfir næstum 200 ára reynslu og þekkingu í tryggingum og lífeyri en það var stofnað árið 1827 og er elsta líftryggingafélag Þýskalands.

VPV Future Pension er einingatengd lífeyristrygging með ævilöngum lífeyri og möguleika á eingreiðslu lífeyris. Boðið er upp á val um tvær ávöxtunarleiðir og hægt að gera breytingu á ávöxtunarleið á söfnunartíma. Í þessum ávöxtunar leiðum er fjárfest í aðlaðandi verðbréfasjóðum reknum af virtum sjóðastýringarfyrirtækjum. Lögð er áhersla á sjálfbærar og fjölþjóðlegar fjárfestingar. Fjárfestingin er í evrum sem er stærri og stöðugari gjaldmiðill en íslenska krónan og má því gera ráð fyrir að fjárfestingin sé öruggari í ýmsum skilningi. Að auki bjóðum við þér sérstakt öryggi að því leyti að lífeyriseignin er að fullu fjárfest í öryggiseignunum ef þú velur úttekt í formi ævilangs lífeyris.

Panta ráðgjöf
Launagreiðendur

Hvenær má leysa út séreignarsparnað?

Séreignasparnaður er laus til úttektar eftir að samningshafi hefur náð 60 ára aldri en jafnframt er hægt að fresta lífeyristöku.

Ef ég lendi á örorku á tímabilinu?

Ef að hinn vátryggði er metin með 100% læknisfræðilega örorku getur hann krafist þess að heildar samnings inneign VPV Future Pension (samnings inneign og lækkuð ágóðahlutdeild í samræmi við gr. 2.3.(b) í tryggingarskilmála Future Pension) verði greidd út í jöfnum greiðslum yfir 7 ára tímabil, en þó eingöngu ef hið minnsta tvö ár eru liðin frá fyrstu iðgjaldsgreiðslu. 

Ef örorkuprósentan lægri en 100% og lækkar þá árleg útborgun í hlutfalli við lækkun örorkuprósentunnar og úttektar tíminn lengist samsvarandi.

Get ég valið um sjóði til þess að ávaxta viðbótarsparnað?

VPV Future Pension býður upp á val um tvær fjárfestingaleiðir, annars vegar Pension Balance sjóðakarfa sem er blönduð áhættusækni og svo Pension Dynamic sjóðakarfa en þar er hærri áhættustig þ.e.a.s meiri sveiflur í ávöxtun en einnig meiri líkur á hærri ávöxtun til lengri tíma.

Hverjir eru kostir VPV Pension Plan?

VPV var stofnað árið 1827 og er því elsta líf tryggingafyrirtæki Þýskalands.

VPV Future Pension er einingartengd lífeyristrygging. Þetta er sparnaður í Evrum sem er einn af stærstu og traustustu gjaldmiðlum heims.

Ágóðahlutdeild er úthlutað til viðskiptavina sem aukaleg inneign og bætist því ofan á samningseign eins og greidd iðgjöld og ávöxtun þeirra.