Skip to main content
Fréttir

VPV valið 2. besta tryggingafélag Þýskalands

By janúar 13, 2026No Comments

VPV valið 2. besta tryggingafélag Þýskalands

VPV Versicherungen, samstarfsaðili Trygginga og ráðgjafar ehf., varð á dögunum í 2. sæti í samkeppninni ,,Tryggingafélag ársins“. Samkeppnin byggir á viðamikilli og fjölmennri viðhorfskönnun meðal viðskiptavina þýskra tryggingafélaga um ánægju, þjónustugæði og fleiri þætti.

DISQ vandar til verka

Um er að ræða árleg verðlaun og viðhorfskönnun, sem er framkvæmd af Þýsku stofnuninni fyrir þjónustugæði (Deutsches Institut für Service-Qualität: DISQ) í samstarfi við þýsku fréttastöðina NTV er tilheyrir fjölmiðlasamsteypunni RTL Deutschland.

Viðmið verðlaunanna

Í könnuninni gefa viðskiptavinir tryggingafélagi sínu einkunn og helstu viðmið eru eftirfarandi.

  • Þjónustugæði: Hversu gott samband er við viðskiptavini og hversu vingjarnleg, hæf og hröð er þjónustan?
  • Verð/gæðahlutfall: Fá viðskiptavinir fullnægjandi þjónustu miðað við verð og gæði?
  • Vörugæði: Breidd og dýpt vöruúrvals, umfang þjónustu og fleira.
  • Gegnsæi/skiljanleiki Hversu skýr og skiljanleg eru samningsgögn og skilmálar?
  • Meðmælahlutfall: Hversu líklegt er að viðskiptavinir muni mæla með tryggingafélaginu?
  • Traust: Hversu vel treysta viðskiptavinir félaginu? Hér er litið á ströngustu kröfur um ráðgjöf, stöðugleika og frammistöðumat viðskiptavina.

Hvaða flokkar eru í verðlaununum?

VPV hefur hækkað sig umtalsvert í umræddum verðlaunum undanfarin ár, en horft er til nokkurra þátta í starfsemi tryggingafélaga. Að þessu sinni skipar félagið þannig 1. sæti í flokkunum ,,Meðmæli“ og ,,Lögverndartrygging“, 2. sætið í ,,Þjónustugæðum“ og 3. sæti í flokkunum ,,Ábyrgðartrygging“ og ,,Örorku- og slysatrygging“.

Hátt í 10 þúsund viðskiptavinir á Íslandi

Viðskiptavinir VPV á Íslandi eru hátt í 10 þúsund talsins, en viðskiptavinir Tryggingar og ráðgjafar eru í heildina um 50 þúsund. VPV starfar á sviði líftrygginga- og lífeyrissparnaðar og er gamalgróið og stöndugt fyrirtæki. VPV er elsta starfandi líftryggingafyrirtæki Þýsklands, stofnað árið 1827, og starfar undir eftirliti þýska fjármálaeftirlitsins, Bafin.

Margverðlaunað tryggingafélag

VPV hefur fengið fjölmörg verðlaun í heimalandinu fyrir gott vöruúrval, mikil gæði og hátt þjónustustig. Virðing á heimamarkaði, langur starfsaldur og fjárhagslegur styrkur er öflug blanda til að tryggja öryggi viðskiptavina.

Góður árangur í ávöxtun

Enn fremur má benda á að VPV hefur náð afskaplega góðum árangri við ávöxtun á fé viðskiptavina sinna, samanber vandaða úttekt Aurbjargar (www.aurbjorg.is) á mismunandi ávöxtun móttakenda séreignasparnaðar á Íslandi.