fbpx Skip to main content
Fréttir

Fréttablaðið: Semja við elsta líf­tryggingar­fé­lag Þýska­lands

By mars 18, 2019nóvember 16th, 2020No Comments

Tryggingar og ráðgjöf hefur samið við VPV, elsta líftryggingafélag Þýskalands. VPV var stofnað árið 1827 og er með höfuðstöðvar í Stuttgart. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Þetta er fyrsti samstarfssamningurinn sem VPV gerir utan Þýskalands og því er þetta sannarlega tímamótasamningur. Við erum afar stolt af því að vera fyrsti samstarfsaðili VPV utan Þýskalands, í 190 ára sögu félagsins. VPV býður upp á sveigjanlega lífeyristryggingu í evrum, sem hægt er að nota sem varasjóð til útgjalda eða hægt að taka út samhliða eftirlaunum. Það er ánægjulegt að geta boðið upp á tryggingar VPV fyrir íslenskan markað,“ segir Hákon Hákonarson, framkvæmdastjóri Tryggingar og ráðgjafar.

Skrifað var undir samstarfssamninginn í höfuðstöðvum VPV í Stuttgart nýverið. „Þetta var mikil og löng undirbúningsvinna og tók alls tæpt eitt og hálft ár. Við erum mjög spennt fyrir að bjóða tryggingar VPV á íslenskum markaði og þýska félagið sömuleiðis. Þetta er nýjung fyrir þá að fara út fyrir Þýskaland. Það verður spennandi að sjá hvernig Íslendingar taka þessari nýju viðbót á líftryggingamarkaðnum,“ segir Hákon.

Tengill: https://www.frettabladid.is/markadurinn/semja-vi-elsta-liftryggingarfelag-skalands