fbpx Skip to main content
Fréttir

Novis eykur umsvifin

By apríl 2, 2019nóvember 16th, 2020No Comments
Novis eykur umsvifin

Eftir aukin umsvif vegna Novis trygginganna hér á landi flytja Tryggingar og ráðgjöf í nýtt og stærra húsnæði.

Tryggingar og ráðgjöf fluttu á dögununum í nýjar höfuðstöðvar að Sóltúni 26 í Reykjavík.Þar er fyrirtækið með 2. og 3. hæð hússins eða samtals eitt þúsund fermetra skrifstofuhúsnæði. Alls tæplega 30 starfsmenn starfa hjá vátryggingamiðluninni sem er með um 70 þúsund viðskiptavini hér á landi.

Hákon Hákonarson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ástæðuna fyrir stækkuninni ekki síst aukin umvif eftir að hafa tekið yfir tryggingar Novis. „Við erum alsæl með þetta nýja húsnæði sem er númtímalegt og fallega hannað. Tryggingar og ráðgjöf hafði verið á sama stað í Skeifunni í tæp 20 ár allt frá stofnun og það var alveg kominn tími á að flytja starfsemina enda hefur hún aukist mjög og starfsfólki fjölgað undanfarna mánuði,“ segir Hákon. „Umsvif fyrirtækisins hafa aukist ekki síst í kjölfar þess að við tókum að okkur tryggingamiðlun fyrir evrópska tryggingafélagið Novis sem er framsækið félag með starfsemi í ellefu Evrópulöndum. Novis hefur komið inn á markaðinn með miklum látum og býður upp á mjög spennandi tryggingar. Um fjögur þúsund íslenskir viðskiptavinir hafa tryggt sig hjá Novis í gegnum okkur á tæpu einu ári.“

Um Tryggingar og ráðgjöf

Tryggingar og ráðgjöf þjónustar auk þess evrópsku tryggingafélögin Sunlife, Friends Provident, VPV og fleiri auk þess að reka Tryggingavaktina sem er verðsamanburðartæki í tryggingum. Tryggingar og ráðgjöf er með alls um 70 þúsund viðskiptavini hér á landi.

Tengill: http://www.vb.is/frettir/novis-eykur-umsvifin/154022/?fbclid=IwAR0fDH_ujM6zLWoak8YdzGfjgOjs5ljhU7Gjo8aOPxAF_94xbdOlsRS5Kiw