fbpx Skip to main content
Fréttir

Hætt nýsölu á vátryggingarafurð NOVIS „Wealth Insuring“ á Íslandi

By ágúst 30, 2019nóvember 16th, 2020No Comments

Tryggingar og ráðgjöf hefur fengið tilkynningu frá samstarfsaðila sínum NOVIS Insurance Company Inc. að ákveðið hafi verið að hætta nýsölu á vátryggingarafurð NOVIS „Wealth Insuring“ á Íslandi. Ákvörðun NOVIS tekur gildi laugardaginn 7. september og verður ekki tekið á móti nýjum umsóknum fyrir „Wealth Insuring“, sem undirritaðar eru eftir það tímamark. Jafnframt hefur NOVIS tilkynnt Tryggingum og ráðgjöf að í boði verður ný vátryggingarafurð sem kynnt verði síðar í september. Nánari upplýsingar veita starfsmenn félagsins.